Málflutningur í Pólstjörnumáli

Lögmenn og sakborningar í réttarsalnum í morgun.
Lögmenn og sakborningar í réttarsalnum í morgun. mbl.is/KGA

Aðalmeðferð er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í Pólstjörnumálinu svonefnda en þar eru sex karlmenn ákærðir fyrir innflutning á  23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töfludufti og 1747 e-töflum til landsins með skútu sem lagðist að bryggju í Fáskrúðsfirði í september á síðasta ári.

Mennirnir játuðu allir sök að mestu þegar málið var þingfest fyrr í þessum mánuði en gerðu þó fyrirvara um magn fíkniefnanna.

Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin standi yfir í allan dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is/KGA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert