Óli Ásgeir Keransson, vörubílsstjóri, segir það einstaka heppni að hafa náð símasambandi eftir að hann ók út af í vonskuveðri við Skarð í Skötufirði við Ísafjarðardjúp í gærkvöldi. Hann vissi varla hvar hann var og símasamband var mjög slitrótt á svæðinu. Þá meiddist Óli Ásgeir nokkuð við óhappið.
Starfsfélagi Óla Ásgeirs sótti hann á gámaflutningabíl, en ófærðin var það mikil að þeir neyddust til að gista í Reykjanesi í nótt. Það var ekki fyrr en í morgun, sem þeir gátu lagt af stað til Ísafjarðar svo Óli Ásgeir kæmist undir læknishendur. Hann lýsir þessari reynslu í sjónvarpi mbl.
Aðrar fréttir í sjónvarpi:
Pólstjörnumálið fyrir dómi
Ránsmanna leitað
Verpir grænum eggjum
Minni hagnaður bankanna en í fyrra