Fylgi Samfylkingar eykst

Fylgi Samfylkingarinar fer vaxandi samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Mælist fylgi flokksins 34,8% og er hefur aukist um 8 prósentur frá þingkoningunum á síðasta ári. Fylgi Sjálftæðisflokksins mælist ú 36,7% eða svipað og í kosningunum.

Fylgi VG mælist nú 15,4%, prósentu meira en í kosningunum. Fylgi Framsóknarflokks mælist 8,9% sem er tæpum þremur prósentum minna en í kosningunum. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 3,6% eða fjórum prósentum undir kjörfylginu.

68,5% þátttakenda í könnuninni sögðust styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Könnunin var gerð 29. janúar. Úrtak var 800 manns og tóku 65,8% afstöðu til spurningar um flokka og 86,5% til spurningar um ríkisstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert