Ekki hægt að útiloka lögbundinn kynjakvóta

Björgvin G. Sigurðsson í góðum félagsskap á ráðstefnunni í dag.
Björgvin G. Sigurðsson í góðum félagsskap á ráðstefnunni í dag. mbl.is/Golli

„Ef kynja­hlut­fall í stjórn­um fyr­ir­tækja helst óbreytt þarf al­var­lega að íhuga norsku leiðina," seg­ir Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra. „Æskileg­ast er að fyr­ir­tæk­in sýni frum­kvæði og jafni hlut­föll­in sjálf, en ég er sann­færður um að af­skipti lög­gjaf­ans eigi alls ekki að úti­loka ef annað virk­ar ekki."

Norska leiðin vís­ar í lög um að stjórn­ir hluta­fé­laga í Nor­egi skulu hafa minnst 40% að hvoru kyni inn­an­borðs. Nú eru 42% stjórn­ar­meðlima í norsk­um hluta­fé­lög­um kon­ur, sem er lang­hæsta hlut­fall í heim­in­um.

Þetta kom fram í máli ráðherra á fundi sem Fé­lag kvenna í at­vinnu­rekstri (FKA) og Leiðtoga­Auður boðuðu til í dag. Um 80 manns sátu fund­inn en fyr­ir utan ráðherr­ann var aðeins einn karl­maður viðstadd­ur.

Björg­vin sagði, að áður en gripið yrði til slíkra leiða myndi ráðuneytið beita sér fyr­ir virkri umræðu til að skapa þrýst­ing á fyr­ir­tæki til að jafna stöðu kynj­anna í stjórn­um. Fyr­ir­tæki gætu ekki sniðgengið þessa sjálf­sögðu kröfu, þau yrðu að bregðast hratt við því það eina sem væri viðun­andi væri gagn­ger breyt­ing á næstu tveim­ur árum.

Ríkið gangi á und­an með góðu for­dæmi
Tanya Zharov, fund­ar­stjóri kynnti ýms­ar niður­stöður um stöðu kvenna í fyr­ir­tækj­um. Nú eru aðeins 8% stjórn­ar­sæta 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins skipuð kon­um og aðeins þrír af hundrað stjórn­ar­for­mönn­um eru kon­ur.

Auk þess er hall­ar tals­vert á kon­ur í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða, t.d. eru aðeins 11% stjórn­ar­meðlima í Al­menna líf­eyr­is­sjóðinum kon­ur og aðeins 20% í Íslenska líf­eyr­is­sjóðnum. Mik­il­vægi líf­eyr­is­sjóðanna felst m.a. í gíf­ur­leg­um eign­um sem þeir ráða yfir.

At­hygli var vak­in á niður­stöðum Cred­it­In­fo sem sýn­ir að fyr­ir­tæki með kon­ur inn­an stjórn­ar lenda mun síður í van­skil­um en fyr­ir­tæki án kvenna í stjórn. Auk þess sé margviður­kennt óhagræði fólgið í því að úti­loka kon­ur, helm­ing mannauðsins, frá viðskipta­líf­inu.

Þá hall­ar enn tals­vert á kon­ur í ráðuneyt­um og nefnd­um rík­is­ins.

Í umræðum að loknu er­indi ráðherra var kallað eft­ir aðgerðaáætl­un frá ráðherra og því að ríkið gengi fyr­ir með góðu for­dæmi við skip­an­ir í nefnd­ir og störf. Þá gætu kon­ur haft mik­il áhrif með því að beina viðskipt­um sín­um til fyr­ir­tækja með jafn­ara hlut­fall.

Ekki voru fund­ar­gest­ir á eitt sátt­ir um kynja­kvóta. Svava Johan­sen, for­stjóri NTC, kvaðst vera mót­fall­in þving­un­um af því tagi. Ingvi Hrafn Jóns­son, eini karl­kyns fund­ar­gest­ur­inn, sagðist vera göm­ul karlremba og sagði að laga­setn­ing væri eina leiðin til að breyta stöðunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert