Mikilvægt að allir taki lýsi

Allir ættu að taka lýsi, sagði Siv Friðleifsdóttir.
Allir ættu að taka lýsi, sagði Siv Friðleifsdóttir. mbl.is/ÞÖK

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hvatti í þingræðu í dag alla til að taka lýsi. Sagði Siv, að Íslendingar ættu vörn í lýsinu gegn svonefndum transfitusýrum.

Siv sagði, að á vettvangi Norðurlandanna væri verið að ræða um að banna eða takmarka mjög notkun transfitusýra í matvælum. Siv sagði, að Íslendingar ættu Norðurlandamet í hlutfalli transfitusýra í mat og breyta þyrfti íslenskri löggjöf til að vernda fólk gegn þessum slæmu sýrum. Ástæðan fyrir þessu háa hlutfalli væri talin sú, að mikið af matvælum væri flutt inn frá Bandaríkjunum.

„Á meðan við erum ekki búin að taka til hjá okkur er mjög mikilvægt að allir taki lýsi," sagði Siv.

Hún sagði að transfitusýrur væru mjög slæmar fyrir heilsuna og neysla þeirra yki líkur á hjartasjúkdómum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka