Slæmt veður víða um land

Vont veður hefur verið á Egilsstöðum í dag eins og …
Vont veður hefur verið á Egilsstöðum í dag eins og víðar á landinu. Árvakur/Steinunn

Enn er vonskuveður víða um land og því víða slæm færð. Þannig er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og víða um Suðurland. Þá er veður enn slæmt á Austurlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og éljagangur á Bröttubrekku, hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði, þungfært á Skógarströndinni og hálka og éljagangur á öllum aðalleiðum.

Á Vestfjörðum er ófært um Eyrarfjall. Hálka og skafrenningur er á flestum öðrum leiðum. Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur þó eru hálkublettir og skafrenningur á nokkrum leiðum. Hálka og skafrenningur eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er  ófært yfir Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð og ekki séð fram á að hægt verði að opna þar í dag. Á Suðausturlandi er hálka og skafrenningur en er mjög miklar hviður við Lómagnúp og undir Eyjafjöllim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert