Snjóflóð á vegi á Vestfjörðum

Tvö snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi, snjóflóð féll úr Súðavíkurhlíð í gærkvöldi og svo á veginn í Selabólsurð í Önundarfirði í nótt.

Að sögn Hörpu Grímsdóttur forstöðukonu snjóflóðaseturs Veðurstofunnar er ekki það mikill snjór í fjöllum að miklar áhyggjur séu af því að stór flóð falli, og engin hætta fyrir ofan byggð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert