Störf dregin til Reykjavíkur?

Á Vatnajökli.
Á Vatnajökli.

Verið er að nota hugtakið „störf án staðsetningar“ til að draga embættisstörf til Reykjavíkur en ekki til að dreifa þeim um landið, sagði Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær og hafði áhyggjur af því að framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs yrði í Reykjavík.

Bjarni vísaði til fundargerðar stjórnar þjóðgarðsins og sagði þar hafa komið fram að það væri sameiginlegur skilningur stjórnarmanna að framkvæmdastjórinn yrði staðsettur í einu af þeim átta sveitarfélögum sem eiga land að þjóðgarðinum, eða á höfuðborgarsvæðinu. „Ég verð fyrir töluverðum vonbrigðum með að þetta mál skuli vera í þessum farvegi,“ sagði Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert