Tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an í Borg­ar­nesi hand­tók í dag mann sem var grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. 

Ökumaður­inn hafði lent í um­ferðaró­happi þar sem hann keyrði útaf vegi til þess að koma í veg fyr­ir árekst­ur við ann­an bíl. 

Aðilar máls­ins lentu svo í ágrein­ingi vegna óhapps­ins og skarst lög­regl­an þá inn í leik­inn.  Vaknaði þá grun­ur um að ann­ar mann­anna hefði verið und­ir áhrif­um fíkni­efna sem var svo staðfest með blóð og þvag prufu.

Mann­in­um var sleppt að skýrslu­töku lok­inni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert