Tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

mbl.is/Júlíus

Lögreglan í Borgarnesi handtók í dag mann sem var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Ökumaðurinn hafði lent í umferðaróhappi þar sem hann keyrði útaf vegi til þess að koma í veg fyrir árekstur við annan bíl. 

Aðilar málsins lentu svo í ágreiningi vegna óhappsins og skarst lögreglan þá inn í leikinn.  Vaknaði þá grunur um að annar mannanna hefði verið undir áhrifum fíkniefna sem var svo staðfest með blóð og þvag prufu.

Manninum var sleppt að skýrslutöku lokinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka