Bílslys varð í morgun við Grænafell í Fagradal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði rákust saman tveir bílar og hafa tveir verið fluttir á sjúkrahús. Lögregla er á staðnum og fást ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.