1,2 milljarðar í yfirdráttarvexti á mánuði

Yfirdráttarlán heimilanna jukust um 8,3 milljarða á síðasta ári og námu 75,7 milljörðum. Samtals skulduðu heimilin í árslok 838,2 milljarða. Heimilin tóku ný lán á síðasta ári fyrir 130 milljarða. Helmingur af þessari aukningu er til kominn vegna lána sem heimilin tóku í erlendri mynt.

Mikil hækkun varð á yfirdráttarlánum heimilanna árið 2005, en þau stóðu í stað árið 2006. Í fyrra lækkuðu yfirdráttarlán framan af ári, en í júlí fóru þau að hækka og hafa hækkað nær stöðugt síðan.

Yfirdráttarlán eru dýrustu lán sem heimilunum standa til boða, en vextir af slíkum lánum eru núna 25%. Einstakir viðskiptamenn njóta þó betri kjara eins og t.d. námsmenn. Ef öllum yfirdráttarlánum heimilanna er deilt niður á alla Íslendinga 18 ára og eldri er niðurstaðan sú að hver Íslendingur skuldar um 327 þúsund krónur í slík lán. Árlegir vextir af slíku láni eru tæplega 82 þúsund krónur. Ljóst er að margir eru með mun hærri yfirdrátt og greiða þar af leiðandi hærri upphæð í vexti.

Hafa ber í huga að hluti af þeim skuldum sem flokkaðar eru sem yfirdráttarlán eru skuldir hjá kreditkortafyrirtækjunum sem ekki bera vexti. En jafnvel þó að þessi hluti yfirdráttarlánanna sé dreginn frá greiddu heimilin í desembermánuði einum rúmlega 1,2 milljarða í vexti af þessum lánum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert