Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt í Þjóðarpúlsi Gallup er ánægður með þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs, eða 80%. Einungis 6% eru óánægð með ákvörðunina. 87% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars og 86% styðja hann til endurkjörs í embætti forseta Íslands. 42% töldu að takmarka ætti hve mörg ár einstaklingur ætti að geta gegnt embætti. Tæplega helmingi þeirra fannst 10-12 ár
vera hæfilegur hámarkstími í embætti, en álíka mörgum fannst 8 ár eða skemmri tími.
Samkvæmt Þjóðarpúlsinum vilja 10% fá einhvern annan í embættið og 5% er alveg sama hver sinnir embættinu.