Fáar konur sækja sjóinn

Konur eru innan við 10% sjómanna
Konur eru innan við 10% sjómanna Árvakur/RAX

Kon­ur eru í mikl­um minni­hluta sjó­manna en þær ná því sjaldn­ast að vera yfir 10% þeirra. Ástæðu þess að kon­ur sækja ekki sjó­inn í meira mæli en þær gera er einna helst að finna í menn­ing­ar­bundn­um þátt­um, það er að segja, í skipt­ingu vinn­unn­ar í karla- og kvenna­störf og tak­mörkuðum vilja fólks til að haga sér í ósam­ræmi við ímynd karl­mennsku og kven­leika. Þetta er niðurstaða verk­efn­is sem Helga Katrín Tryggva­dótt­ir nemi í mann­fræði við HÍ hef­ur unnið á veg­um sam­gönguráðuneyt­is­ins.

Sam­gönguráðuneytið hef­ur látið gera út­tekt á störf­um kvenna á skip­um í ís­lenskri út­gerð. Verk­efnið er hluti af fram­kvæmda­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í jafn­rétt­is­mál­um.

Mark­mið verk­efn­is­ins var að kanna fjölda þeirra kvenna sem sækja sjó­inn á Íslandi, starfsaðstæður þeirra og upp­lif­un þeirra af starf­inu og viðhorfi sam­fé­lags­ins til þess.

Kon­ur eru afar fá­menn­ar í yf­ir­manns­stöðum á sjó, en verið get­ur að það end­ur­spegli frem­ur litla hlut­deild þeirra í störf­um á sjó held­ur en að vera merki um að kon­ur sem vinni á sjó eigi erfitt með að vinna sig upp í starfi. Kon­ur dreifast nokkuð jafnt á all­ar gerðir skipa, en þær eru fjöl­menn­ast­ar á fiski­skip­um, að því er fram kem­ur á vef sam­gönguráðuneyt­is­ins.

All­ar kvenn­anna sem tek­in voru viðtöl við létu vel af því að vinna á sjó og eng­in þeirra áleit sig hafa liðið fyr­ir það að vera kona í því „karla­starfi“ sem sjó­mennsk­an er álit­in vera. Reynsla kvenna af störf­um á sjó er afar mis­jöfn, bæði eft­ir lönd­um og jafn­vel eft­ir áhöfn­um. Al­geng­ara virðist þó að hún sé já­kvæð en nei­kvæð. Eins virðast kon­ur finna frem­ur fyr­ir já­kvæðum viðbrögðum en nei­kvæðum gagn­vart vinnu sinni. Hversu erfitt þeim reyn­ist að stunda sjó­mennsku með börn fer mikið eft­ir því hversu mikið maki og nán­asta fjöl­skylda geta hlaupið und­ir bagga. Al­mennt séð fannst þeim fátt koma í veg fyr­ir að kon­ur gætu ekki stundað sjó­inn í meira mæli.

Auk­in þátt­taka kvenna í fisk­veiðum hef­ur venju­lega átt sér stað þegar þörf er á vinnu­afli og teng­ist venju­lega upp­gangi í grein­inni. Sjó­ferðar­dög­um kvenna fækkaði frá á átt­unda ára­tugn­um og til dags­ins í dag, á sama tíma og veiðar hafa dreg­ist sam­an. End­ur­nýj­un vinnu­afls inn­an sjó­manna­stétt­ar­inn­ar hef­ur ekki verið mik­il á und­an­förn­um árum og því er stétt­in að eld­ast. Ung­ar kon­ur sækja því ekki í mikl­um mæli inn í grein­ina frem­ur en ung­ir menn. Þar að auki virðast kon­ur ekki vera hvatt­ar til þess að fara á sjó­inn í sama mæli og karl­ar. Hefðbund­in þekk­ing á sjó­mennsku sem gengið hef­ur mann fram að manni fer því frá föður til son­ar, frem­ur en til dótt­ur. Þetta kem­ur fram á vef sam­gönguráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert