Fótbolti á þorra

Það er sannkallað þorraveður á landinu þessa dagana, frostið víðast hvar um eða yfir tíu stig, og horfur á að svo verði áfram. Svona veður þykir sumum tilvalið til knattspyrnuiðkunar.

Krakkarnir í Menntaskólanum í Reykjavík nota tækifærið í þorrakuldanum og spila fótbolta á botnfrosinni Tjörninni. Þetta er ein af mörgum hefðum sem enn eru í fullu gildi í MR.

Um helgina verður áfram frost um land allt, átta til átján stig, segir í spá Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert