Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns

Heilbrigðisráðuneytið hefur af gefnu tilefni sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar, Lýðheilsustöðvar þar sem upplýst er hvernig eftirliti með framkvæmd tóbaksvarnalaga er háttað og hvaða eftirlits- og þvingunarúrræði séu til staðar sé brotið gegn ákvæðum tóbaksvarnalaga um takmarkanir á tóbaksreykingum.

Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum.

Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.

Félag kráareigenda lýsti því yfir í gær, að það hyggðist mótmæla reykingalöggjöfinni með því að leyfa viðskiptavinum sínum að reykja inni á stöðunum þegar vetrarkuldinn er sem mestur úti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert