Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns

Heil­brigðisráðuneytið hef­ur af gefnu til­efni sent út bréf til heil­brigðis­nefnda sveit­ar­fé­laga, Vinnu­eft­ir­lits­ins, Flug­mála­stjórn­ar og Sigl­inga­mála­stofn­un­ar, lög­reglu­embætta, Um­hverf­is­stofn­un­ar, Lýðheilsu­stöðvar þar sem upp­lýst er hvernig eft­ir­liti með fram­kvæmd tób­aksvarna­laga er háttað og hvaða eft­ir­lits- og þving­unar­úr­ræði séu til staðar sé brotið gegn ákvæðum tób­aksvarna­laga um tak­mark­an­ir á tób­aks­reyk­ing­um.

Bein­ir heil­brigðisráðuneytið því til eft­ir­lits­stjórn­valda að bregðast við brot­um á tób­aksvarna­lög­um í sam­ræmi við heim­ild­ir sín­ar að lög­um.

Þá bein­ir ráðuneytið því sér­stak­lega til heil­brigðis­nefnda sveit­ar­fé­laga og Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins að þau til­kynni lög­reglu um öll brot sem þau verða áskynja um við fram­kvæmd eft­ir­lits með því að virt séu ákvæði tób­aksvarna­laga.

Fé­lag krá­ar­eig­enda lýsti því yfir í gær, að það hyggðist mót­mæla reyk­inga­lög­gjöf­inni með því að leyfa viðskipta­vin­um sín­um að reykja inni á stöðunum þegar vetr­arkuld­inn er sem mest­ur úti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert