Í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að erlendur karlmaður, sem handtekinn var í byrjun vikunnar eftir að hafa verið staðinn að innbroti í verslun í Hafnarfirði, sæti gæsluvarðhaldi allt til 29. febrúar eða þar til dómur yfir honum fellur en manninum var jafnframt birt  ákæra fyrir tvö innbrot.

Maðurinn var handtekinn aðfaranótt þriðjudags og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag þar sem hann gat að mati lögreglu ekki gert næga grein fyrir ferðum sínum hér á landi að undanförnu. Maðurinn kom hingað til lands 12. janúar og er ljóst að hann hefur ekki stundað hér vinnu.

Annar maður var með manninum í innbrotinu en hann komst undan. Sá sem handtekinn var hefur ekki viljað segja til félaga síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert