Níu bílar í árekstrum í Ártúnsbrekku

mbl.is/Júlíus

Tveir árekstr­ar urðu með skömmu milli­bili á Miklu­braut í Ártúns­brekku skömmu eft­ir klukk­an átta í morg­un. Í öðru til­fell­inu rák­ust þrír bíl­ar sam­an en sex í því síðara. Ekki er talið að al­var­leg slys hafi orðið á fólki. Lög­reglu­menn eru að ljúka störf­um en ekk­ert ligg­ur fyr­ir  um skemmd­ir á bíl­un­um.  Ekki er vitað hvað olli árekstr­un­um, en greiðfært er víðast hvar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert