Norðurljós í ískulda

Árvakur/Brynjar Gauti

Norðurljós sáust vel yfir höfuðborgarsvæðinu í kvöld enda stillt veður og um 14 stiga frost í Reykjavík. Áfram verður kalt í veðri og er spáð 8-20 stiga frosti næsta sólarhringinn, kaldast í innsveitum. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands hvessir heldur á morgun og snjóar um tíma norðaustan til.

Metrennsli á heitu vatni var eftir dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Rennslið er farið að slaga upp í rennsli Elliðaáa, en hina miklu heitavatnsnotkun má að sjálfsögðu rekja til kuldans á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kom í frétt frá OR fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert