Öxin klýfur Austfirðinga í herðar niður

Djúpstætt ósamkomulag er innan Austurlandsfjórðungs um gerð nýs heilsársvegar yfir Öxi fyrir árið 2011. Hluti Austfirðinga lítur á vegagerð upp í 530 metra hæð sem hreina fásinnu. Vegagerðin kynnti nýlega drög að tillögu um matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur um árabil samþykkt ályktanir um samgöngubætur og sent stjórnvöldum, þ.á m. um endurbætur og gerð heilsársvegar um Öxi.

Leggja á nýjan 18 km langan veg sem nær frá vegamótum við hringveg um 5 km sunnan við enda Skriðuvatns í Skriðdal, að hringvegi í botni Berufjarðar. Ákvörðun um að ráðist skyldi í framkvæmdina með opinberu fjármagni árin 2009 til 2011 var tekin í fyrrasumar og er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna skerðingar á þorskkvóta. Áætlað er að verja 1,5 milljörðum í lagningu vegarins og gætu framkvæmdir hafist af alvöru á næstu 2-3 árum. Vegurinn styttir hringveginn um 61 km.

Ragnhildur Kristjánsdóttir á Eskifirði segir í bréfi til Vegagerðarinnar í öndverðum janúarmánuði að Kristján Möller samgönguráðherra hafi sagt í útvarpsviðtali, þar sem Héðinsfjarðargöng voru til umræðu, að liðin tíð væri að leggja vegi yfir fjöll og firnindi. Hún minnir í bréfi sínu á að vetrarveður séu hörð á Öxi. „Mönnum sem þekkja vel þessa leið ber saman um að veðurskilyrði þarna séu sérstaklega erfið,“ skrifar Ragnhildur og finnst sérkennilegt ef geðþóttaákvörðun ráðherra um Axarveg gengur framar samþykkt Alþingis í vegamálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert