Fréttamaður arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera vildi að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bæðist afsökunar á framferði Dana vegna dönsku skopteikninganna af Múhameð spámanni. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.
Sjónvarpsstöðin tók viðtal við Ólaf Ragnar þegar hann var á ferð við Persaflóa nýlega. Verður viðtalið sýnt á morgun klukkan 14 að íslenskum tíma.
Útvarpið hafði eftir Ólafi Ragnari, að það hefði komið sér á óvart hversu mikinn áhuga fréttastöðin sýndi á skopmyndamálinu.