Vill að Alþingi láti sig Evrópumál varða

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ráðherrafundi í Genf.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ráðherrafundi í Genf. AP

„Ég valdi að vera með sér­staka skýrslu um Evr­ópu­mál í þing­inu til að skapa umræður um þau. Alþingi hef­ur látið sig þessi mál mjög litlu varða,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sem kynnti í gær skýrslu sína um Ísland á innri markaði Evr­ópu fyr­ir Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem ut­an­rík­is­ráðuneytið vinn­ur skýrslu um Evr­ópu­mál sér­stak­lega. „Evr­ópu­mál­in varða okk­ar framtíðar­hags­muni og skipta máli varðandi það hvernig við gæt­um þeirra á alþjóðavett­vangi. Þingið get­ur verið miklu virk­ara en það er og tekið þær stefn­ur sem eru í und­ir­bún­ingi inn­an ESB til umræðu.“

Hún seg­ir að öll­um ætti að vera ljóst hversu mik­il áhrif samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) hef­ur haft á framþróun á Íslandi. „Þegar verið var að ræða samn­ing­inn á sín­um tíma þá sner­ust umræðurn­ar um fisk, niður­fell­ingu á fiskitoll­um og um að reikna út ávinn­ing­inn sem við hefðum í krón­um og aur­um út frá því. Í dag er óvinn­andi veg­ur að meta þann ávinn­ing sem við höf­um haft af samn­ingn­um. Ég held að ekk­ert eitt skref sem við höf­um nokk­urn tím­ann stigið í ut­an­rík­is­mál­um hafi verið jafná­hrifa­mikið og þessi samn­ing­ur. Hann hef­ur haft áhrif á öll svið ís­lensks sam­fé­lags.“

Í skýrsl­unni seg­ir að skör­un sé milli EES-samn­ings­ins og 22 af 35 köfl­um sem ESB skipt­ir aðild­ar­viðræðum sín­um við ný ríki upp í. Ingi­björg seg­ir það sýna hversu ná­lægt kjarna ESB Ísland sé komið í gegn­um EES-aðild­ina. „Í okk­ar til­viki þá ligg­ur fyr­ir að 22 af þess­um 35 köfl­um eru í lagi. Við erum því búin að taka upp mjög mikið af reglu­verki ESB, þó ég geti ekki slegið pró­sentu­tölu á það. En hlut­fallið er hærra en ef 22 yrði deilt í 35 því við erum líka búin að taka upp hluta inn­an hinna kafl­anna. Það er vegna þessa sem fram­kvæmda­stjór­ar inn­an ESB, eins og Ollie Rehn sem er með stækk­un­ar­mál­in, hafa sagt að það tæki mjög skamm­an tíma að leiða aðild­ar­viðræður við Ísland til lykta. Menn hafa nefnt hálft ár.“

Að mati Ingi­bjarg­ar mun end­ur­skoðaður sátt­máli ESB hafa breyti­leg áhrif á sam­skipti sam­bands­ins við Ísland. „Hann hef­ur áhrif á okk­ur að því leyt­inu til að hann eyk­ur völd þjóðþing­anna og Evr­ópuþings­ins. Það er skilj­an­leg breyt­ing frá bæj­ar­dyr­um aðild­ar­ríkj­anna en ger­ir okk­ur hins veg­ar erfiðara fyr­ir vegna þess að þá erum við ekki leng­ur bara að semja við ráðherr­aráðið og fram­kvæmda­stjórn­ina, held­ur mun Evr­ópuþingið geta haft áhrif á hvernig reglu­gerðir og lög breyt­ast. Þar eig­um við mjög litla aðkomu nema ef tekið verður upp frek­ari sam­starf í gegn­um stjórn­mála­flokk­ana. Við verðum alltaf að vera á vakt­inni og reyna að átta okk­ur á því hvernig við kom­um okk­ar hags­mun­um á fram­færi við ESB vegna þess að það sem þar ger­ist mun verða að veru­leika okk­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert