Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu?

mbl.is/Júlíus

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, telur koma til greina að manna varalið lögreglu meðal annars með björgunarsveitarmönnum en um væri að ræða liðsafla sem hægt væri að kalla út vegna sérstakra aðstæðna. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar telur það ekki vera hlutverk björgunarsveitarmanna að stilla sér upp á móti samborgurum í óeirðum. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Björn Bjarnason sagði í Silfri Egils í dag að hann væri með frumvarp um varalið lögreglu í smíðum. Varalið sem ræst yrði út til dæmis ef kæmi til mikilla óeirða eða við almannavarnaástand. Hugmyndin væri að sækja liðsaflann til björgunarsveita, slökkviliðs og úr hópi fyrrverandi lögreglumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert