Fórnarlömb mansals á Íslandi

Rauði krossinn ætlar að kanna umfang mansals á Íslandi og koma upp aðgerðaáætlun í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, segist hafa hitt minnst átta fórnarlömb síðustu fjögur árin. Um falið vandamál sé að ræða og því megi búast við að fórnarlömbin séu enn fleiri. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Gerð var óformleg könnun á vinnufundi með fulltrúum frá Stígamótum, Kvennaathvarfinu, lögreglunni, Alþjóðahúsi, Ríkislögreglustjóra, Ríkissaksóknara, Félagsþjónustunni og sjálfstætt starfandi lögmanni og kom þar fram að flestir fundarmanna höfðu hitt frá sex og upp í tuttugu fórnarlömb mansals hver. Um einhverja skörun getur verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert