Hirtur á 150 km hraða á Reykjanesbrautinni

mbl.is/Júlíus

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í dag. Sá er hraðast ók mældist á 150 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot, tveir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn ökumaður var staðinn að akstri sviptur ökuréttindum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert