Frá því á miðnætti og til klukkan að verða tíu í morgun hafa 165 verkefni verið bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tólf manns gista fangageymslur vegna ölvunar, fíkniefna, slagsmála og ölvunaraksturs.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni núna á tíunda tímanum.
Sex árekstrar urðu engin alvarleg slys á fólki, nokkuð eignartjón. Fimm voru teknir fyrir ölvun við akstur einn tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fjórar minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, og fjórir fluttir á slysadeild.