Fjórða ræningjans leitað

Lögreglan hefur handtekið þrjá menn vegna ránsins sem framið var í útibúi Glitnis við Lækjargötu í Reykjavík í morgun. Fjórða mannsins er leitað, og hefur lögreglan þegar vitneskju um hver hann er.

Í tilkynningu frá lögreglunni nú síðdegis kemur fram að strax eftir að ránið hafði verið framið var send út lýsing á ræningjanum og fljótlega hafi maður verið handtekinn í Aðalstræti, talinn búa yfir upplýsingum um málið.

Öxin hafi fundist, ekki löngu síðar, í herbergi á nálægu gistiheimili og í framhaldinu voru tveir menn til viðbótar handteknir í Garðabæ. Reyndist annar þeirra vera með ránsfenginn í fórum sínum.

Samkvæmt heimildum mbl.is hafði ræninginn haft um eina milljón króna á brott með sér úr bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert