Frostskemmdir koma í ljós

Ekki virðist hafa orðið mikið tjón vegna frostskemmda á leiðslum sumarbústaða eða annarra húsa í frostinu um helgina. Í Grímsnesi stíflaðist afrennsli þriggja til fjögurra bústaða en það tókst að laga áður en verulegt tjón varð. Hugsanlegt er að það fari að leka úr frosnum leiðslum nú þegar frostið minnkar og mun það koma í ljós næstu daga.

Mikið álag var á kerfi hitaveitna þegar frostið var sem mest en þau virðast hafa staðist álagið.

Frostið fór í 22 til 24 stig í stórum sumarhúsabyggðum á Suður- og Vesturlandi á föstudagskvöldið. Ekki virðist hafa orðið mikið tjón á bústöðum vegna frosinna leiðslna. Þó var kalt í nokkrum sumarhúsum í Grímsnesi. Þorkell Gunnarsson, hitaveitustjóri hjá Grímsnes- og Grafningshreppi og pípulagningameistari, hafði upplýsingar um að frosið hefði undir þremur eða fjórum húsum. Tókst að laga það án verulegra skemmda. Þorkell sagði hugsanlegt að frosið hefði víðar og þá gæti farið að leka úr leiðslum inni í húsunum þegar frostið færi úr. Þá er ófært að bústöðum í efstu byggðum á Suður- og Vesturlandi, meðal annars í Bláskógabyggð og Skorradal, og því ekki hægt að kanna aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert