Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur látið gera tillögu að endurbótum á sjóvörnum við Ánanaust, en í miklum óveðrum með hárri sjávarhæð hafa orðið skemmdir á núverandi sjóvarnargarði.Leyfi fyrir landfyllingu 3 hektara liggur fyrir og hefst undirbúningur landfyllinga á næstunni.
Efni í landfyllinguna mun koma úr grunni vegna byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Sé litið til umhverfisáhrifa verður að telja þetta hagkvæmustu lausnina við að losna við efni sem þar fellur til. Í tilkynningu frá Framkvæmdasviði mun mikill akstur sparast með því að koma efninu fyrir við Ánanaust í stað þess að nota aðra fyllingarstaði.
Jafnframt leysist vandamál vegna ágangs sjávar við Ánanaust. Efnið sem um ræðir er gömul landfylling sem sjór hefur leikið um í áraraðir, en sjávarfalla hefur gætt langt inn í hana.