Nefhjól sprakk í lendingu á Gjögri

Flugvirkjar skoða nefhjólið sprungna.
Flugvirkjar skoða nefhjólið sprungna. mynd/Jón G. Guðjónsson

Nefhjól Cessna 406 Caravan II flugvélar flugfélagsins Ernis sprakk þegar vélin lenti á Gjögurflugvelli rétt fyrir kl 14 í dag. Að sögn eina farþegans sem var með vélinni var lendingin mjúk en honum þótti einkennilegt hvað flugmennirnir stoppuðu vélina fljótt.

Á vefnum litlahjalla.it.is er haft eftir flugmönnum vélarinnar, að ekki hafi verið hætta á ferðum.

Önnur flugvél fré Erni kom um tveimur stundum síðar með tvo flugvirkja til að skipta um nefhjólið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert