Þingsályktunartillaga um breytt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið er örlítill angi af kvennabaráttunni og ákveðið birtingarform á mismunun, sem við hæfi er að rætt sé á Alþingi, sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar hún mælti fyrir tillögunni í dag.
Steinunn Valdís sagði, að kvennabaráttan hefði á ýmsum tímum birst með ólíkum hætti og þeir sem tækju þátt í henni upplifðu hana sem baráttu við vindmillur þar sem tekið er skref áfram og síðan tvö skref afturábak.
Steinunn Valdís sagði, að talsverð umræða hefði orðið um þessa tillögu þegar hún var lögð fram fyrr í vetur og hún hefði fengið gríðarlega sterk viðbrögð frá almenningi. Margir hefðu komið fram með hugmyndir að nýjum heitum, svo sem ráð og ráðandi, ráðfrú og ráðherra, ráðseti og ráðseta. Þá hefðu verið verið nefnd orð, sem sumum fannst fyndi, eins og ráðherfa, sem gekk ljósum logum á netinu.