Rjómabollurnar renna út

Rjómabollurnar runnu út í bakaríum og verslunum í gær vegna bolludagsins sem rennur upp í dag. Ekki er þó víst að allir hafi geymt bollurnar til bolludagsins því þær byrjuðu að seljast af krafti á fimmtudag. Steinunn Tinna Þórðardóttir hafði varla undan að raða bollum í búðarborðið hjá Bakarameistaranum í Húsgagnahöllinni. Vatnsdeigsbollurnar eru sem fyrr vinsælastar. Steinunn segir að heilu fjölskyldurnar komi og allir fái að velja sér uppáhaldsbollurnar í kassa til að taka með heim. Aðrir fara styttra og gæða sér á brauðinu í kaffihúsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert