Tímabundin ráðstöfun í fangelsum

Páll Winkel, fangelsismálastjóri
Páll Winkel, fangelsismálastjóri

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að það sé hefðbundin ráðstöfun að grípa til þess ráðs að setja tvo fanga saman í klefa. Segir hann að þetta sé gert tímabundið en óvenjumargir  hafi komið inn til afplánunar á sama tíma auk þess sem fangelsið á Akureyri sé lokað þar sem unnið er að algjörum endurbótum á því. Það  verður opnað fyrstu vikuna í mars og stenst það fullkomnustu nútímakröfur en alls verður hægt að vista tíu fanga þar.

Að sögn Páls hefur verið gripið til þessa áður en stoð er fyrir þessu í lögum. „Fangar eru sérvaldir saman í klefa af fagmönnum og það er þannig að við tökum að sjálfsögðu tillit til ólíkra þarfa. Við kynntum Afstöðu þetta á sínum tíma og þeir gerðu ekki athugasemdir af sinni hálfu þá," segir Páll í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Segir Páll að þetta geti hins vegar aukið álag á starfsfólk í fangelsum en það starfsfólk er afar hæft og starfi sínu vaxið, segir Páll. Öryggi verður aukið í fangelsum vegna þessa. Að sögn Páls þá mun þessi tímabundna ráðstöfun ekki hafa nein áhrif á vinnu fanga né aðgang að útisvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert