Á Austurlandi stendur yfir mokstur á helstu leiðum en veður fer versnandi og gera má ráð fyrir því að skyggnið sé lítið og færð spillist. Á Suðurlandi er víða hálka eða hálkublettir, þó aðallega í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á öllum aðal leiðum. Hálka er á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á suðurfjörðum og snjóþekja í Ísafjarðardjúpi. Hálka er um strandir.
Á Norður- og Norðausturlandi er víða snjóþekja, hálka, snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði. Hálka og skafrenningur er í Vatnsskarði og Langadal. Mokstur stendur yfir á öllum helstu leiðum.
Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.