Bæjarráð Hornafjarðar samþykkti í dag að leggja 5,8 milljónir króna, af þeim 8,8 milljónum sem bærinn fær frá félagsmálaráðuneytinu til mótvægisaðgerða vegna skerðingar á þorskkvóta, í verkefni sem tengjast matvælaframleiðslu.
Atvinnumálanefnd bæjarins lagði áherslu á að verkefni á sviði sjávarútvegs verði styrkt sérstaklega.
Þá samþykkkti bæjarráð að leggja allt að 2 milljónir króna til að undirbúa vinnslu og útflutning á vatni í héraðinu og allt að 1 milljón króna í atvinnuuppbyggingu í tengslum við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.