Vinnueftirlitið hafði eftirlit með krám í Reykjavík um helgina eftir að félag kráareigenda ákvað að leyfa viðskiptavinum að reykja inni á börum.
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins segir að eftirlit hafi verið með krám í Reykjavík bæði á föstudags og laugardagskvöld. Aðspurður hvort kráareigendur sem leyfðu reykingar verði kærðir segir Eyjólfur að verið sé að vinna í málinu og að ákvörðun um framhaldið liggi ekki fyrir.
Með þessum aðgerðum vildi félag kráareigenda mótmæla reykingalöggjöfinni með því að leyfa viðskiptavinum sínum að reykja inni á stöðunum. Félagið segir lögin vera illa unnin og að félagið krefjist þess að yfirvöld endurskoði þau.