Fasteignasamningum fækkar um 40%

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í janúar var 324. Er þetta 40% fækkun kaupsamninga miðað við desember og 37,9% fækkun miðað við janúar á síðasta ári.

Heildarveltan nú nam 11,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 34,4 milljónir króna. Er þetta 42,7% samdráttur veltu frá því í desember og 29,3% samdráttur miðað við janúar árið 2007.

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í einum mánuði hefur ekki verið minni frá því í júlí 2004 eða frá því áður en bankarnir hófu að veita íbúðalán haustið 2004.   

Fasteignamat ríkisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert