Flutti hey milli sauðfjárveikihólfa

Maður var um helgina staðinn að því að flytja hey á milli Árnessýslu og Rangárvallarsýslu. Lögreglan á Hvolvelli segir, að manninum hafi verið gert að fara til baka með heyið og eigi yfir höfði sér refsingu því stranglega bannað sé að flytja milli landsvæða hey eða torf án leyfis yfirvalda.Um sé að ræða brot á reglum sem miða að því að útrýma riðuveiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert