Við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi fundu lögreglumenn um 3 gr. af meintu hassi og lifandi tarantúlu af stærstu gerð. Tarantúlan var tekin í vörslu lögreglunnar og færð á lögreglustöðina í örugga geymslu, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.
Ekki er vitað um uppruna tarantúlunnar né hvernig komið var með hana til landsins en eigandinn hafði hana sem gæludýr á heimili sínu í glerbúri og fóðraði hana á músum.