Heddi frændi sokkinn

Heddi frændi að sökkva
Heddi frændi að sökkva Horn.is

Eikarbáturinn Heddi frændi sökk við bryggju á Hornafirði í nótt.  Báturinn hefur verið bundinn við bryggju undanfarin ár en starfsmenn hafnarinnar hafa litið eftir honum og dælt úr honum með reglulegu millibili.  Síðast var lestað úr honum fyrir tveimur vikum. 

Á fréttavefnum horn.is kemur fram að ekki er talin mikil mengunarhætta af bátnum þar sem búið var að tæma alla olíutanka en á vélum var mótorolía.

Heddi frændi er tæplega 60 tonna eikarbátur smíðaður 1972.  Sveitarfélagið Hornafjörður tók bátinn upp í skuld fyrir 1-2 árum síðan og hefur hann verið í eigu bæjarsjóðs síðan.  Til stóð að farga bátnum og nú er ljóst að kostnaður sveitarfélagsins vegna þess eykst talsvert þar sem væntanlega þarf að ná honum á flot á ný.  Gárungarnir segja að Heddi frændi sé flaggskip Bæjarútgerðar Hornafjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert