Lagnir skemmdust í kuldanum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt þremur útköllum vegna vatnsleka frá því í nótt, en í öllum tilvikum hafa rör skemmst í frosthörkunum sem verið hafa að undanförnu. Slökkviliðsmenn eru nú að störfum í fjölbýlishúsi í Álfheimum í Reykjavík en þar lekur vatn í stigagangi hússins.

Slökkviliðið var jafnframt kallað út að íbúðarhúsi í Garðabæ í nótt en þar sprakk kaldavatnsleiðsla. Þá gaf heitavatnslögn sig í skrifstofuhúsnæði við Grensásveg. Að sögn slökkviliðs er ekki um verulegt tjón að ræða í þeim húsum þar sem lagnirnar gáfu sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert