Leifsstöð sprungin

Úr Leifsstöð.
Úr Leifsstöð.

Flug­um­ferðin um Kefla­vík­ur­flug­völl verður svo mik­il næsta sum­ar að ekki er úti­lokað að farþegum verði ekið í rútu til og frá ein­hverj­um flug­vél­um á mesta há­anna­tím­an­um, að sögn Stef­áns Thor­der­sen flug­vall­ar­stjóra.

„Það er bú­ist við svipaðri aukn­ingu næsta sum­ar og var á síðasta ári en þá jókst milli­landa­flugið um 7,3 pró­sent frá ár­inu áður. Þrjú stæði á flug­hlaðinu sem ekki tengj­ast land­göngu­brúm hafa verið full­nýtt á há­anna­tíma. Þau hafa verið það ná­lægt flug­stöðinni að farþegar hafa gengið til og frá. Það gæti hins veg­ar komið til þess að nýta þyrfti stæði lengra frá og aka farþegum,“ grein­ir Stefán frá.

Flug­véla­stæði með land­göngu­brúm við flug­stöðina eru 11 og eru þau, eins og stæðin þrjú á flug­hlaðinu, full­nýtt á há­anna­tíma. „Það er hins veg­ar ekki enda­laust hægt að bæta við land­göngu­brúm,“ bend­ir flug­vall­ar­stjór­inn á.

Vegna legu Íslands, áætl­un­ar­leiða og nýt­ing­ar flug­véla­kosts flug­fé­lag­anna er vin­sæl­asti án­ing­ar­tím­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli í tvær klukku­stund­ir snemma á morgn­ana og aðrar tvær klukku­stund­ir síðdeg­is.

Í fyrra fóru 13.500 flug­vél­ar í al­mennu milli­landa­flugi um Kefla­vík­ur­flug­völl með tæp­lega 2,2 millj­ón­ir farþega. Alls stunduðu 11 flug­fé­lög farþega­flug á Kefla­vík­ur­flug­velli á ár­inu. Um há­anna­tím­ann síðastliðið sum­ar voru nærri 300 ferðir á viku í áætl­un­ar­flugi og reglu­bundnu leiguflugi allra flugrek­enda á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Í sum­ar áætla 16 flug­fé­lög að halda uppi reglu­bundnu farþega- og leiguflugi um Kefla­vík­ur­flug­völl. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ar flug­ferðir verða farn­ar til og frá vell­in­um í hverri viku í sum­ar.

Stefán bend­ir á að um­ferð um Kefla­vík­ur­flug­völl og út­hlut­un flug­véla­stæða sé sam­kvæmt alþjóðlegu kerfi. „Flug­fé­lög vinna sér inn ákveðinn rétt til að nota ákveðin stæði. Þau sem koma inn ný í tak­markaðan tíma á há­anna­tíma hafa minni rétt til að nota stæðin.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Flug­mála­stjórn á Kefla­vík­ur­flug­velli er fjölg­un flug­véla­stæða með til­heyr­andi stækk­un flug­stöðvar­inn­ar nú til at­hug­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert