Megi ekki kaupa vændi

Opinberir starfsmenn þurfa að skrifa undir sérstakar siðareglur ef þingsályktunartillaga þriggja þingmanna VG og Framsóknar verður samþykkt, en Kolbrún Halldórsdóttir mælti fyrir henni í gær. Reglurnar eiga m.a. að mæla fyrir um að starfsmönnum sé óheimilt að kaupa kynlífsþjónustu í vinnuferðum á erlendri grund. Kolbrún vísaði til baráttu gegn mansali og benti á að Norðurlandaráð hefði beint því til norrænna ríkisstjórna að þær mótuðu og framfylgdu siðareglum á borð við þessar.

Rósa Guðbjartsdóttir, sem nú situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði þessa tillögu vera kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna. „Hvað er verið að gefa í skyn?“ spurði Rósa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert