Minningarathöfn í Hull um sjóslys fyrir 40 árum

Harry Eddom frá Grimsby komst einn af þegar breski tograrinn …
Harry Eddom frá Grimsby komst einn af þegar breski tograrinn Ross Cleveland sökk í ofviðri á Ísafjarðardjúpi. mynd/Ólafur K. Magnússon

Talsvert er fjallað í breskum fjölmiðlum í dag um sjóslysin, sem urðu við Ísland og Noreg fyrir fjörutíu árum. Þá fórust þrír togarar frá Hull og  58 sjómenn frá borginni drukknuðu auk eins manns frá Grimsby. Aðeins einn komst lífs af, Harry Eddom, sem var á togaranum Ross Cleveland sem fórst í Ísafjarðardjúpi.

Klukkan 12 á hádegi verður einnar mínútu þögn í Hull til að minnast sjómannanna sem fórust. Minningarathöfn verður á Princes Quay og einnig verður bænastund í kirkju heilagrar þrenningar.

Togarinn St. Romanus var við Noregsstrendur þegar síðast heyrðist til hans 11. janúar 1968. Togarinn Kingston Peridot fórst einnig fyrir norðan Ísland og heyrðist síðast til hans 2. febrúar þegar hann var vestur af Grímsey. Enginn bjargaðist af þessum skipum. Togarinn Ross Cleveland sökk síðan í ofsaveðri og ísingu út af Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi þann 5. febrúar. Einn skipverja, Harry Eddom, bjargaðist við illan leik en 19 skipsfélagar hans fórust.

Íslenski vélbáturinn Heiðrún II frá Bolungarvík hvarf einnig með sex manna áhöfn sunnudaginn 4. febrúar 1968.

Þá strandaði togarinn Notts County  á Snæfjallaströnd 5. febrúar. Áhöfn varðskipsins Óðins bjargaði áhöfn Notts County við illan leik en einn skipverja togarans hafði þá þegar drukknað við skipshlið.

Umfjöllun BBC um sjóslysin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert