Mótmæli gegn Farc í Reykjavík

Fólk, sem ættað er frá Kólumbíu en býr hér á landi, kom saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla marxísku skæruliðasamtökunum Farc í ættlandi sínu og þeim glæpa- og hryðjuverkum, sem þau stunda þar.

Voru sams konar mótmæli haldin í borgum víðs vegar um heim og þá ekki síst í Kólumbíu. Þar var mótmælt í 45 borgum og langmest voru mótmælin í höfuðborginni, Bogota. Hafði kennslu verið aflýst í flestum skólum í landinu og mörg fyrirtæki leyfðu starfsfólki sínu að taka þátt í mótmælunum.

Sumir ættingja þeirra, sem Farc-samtökin hafa í haldi, hafa haft áhyggjur af mótmælunum og óttast, að viðbrögð skæruliða yrðu þau að beita gíslana enn meira harðræði, en aðrir fullyrða, að samstaða fólksins gegn glæpasamtökunum hafi orðið til þess, að þau hafa nú ákveðið að láta þrjá gísla lausa. Er þar um að ræða þrjá þingmenn, sem hafa verið í haldi skæruliða í nokkru meira en sex ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert