Sendi stúlkum klámfengnar myndir af sér

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þremur stúlkum klámfengnar myndir af sér gegnum spjallrás á netinu.

Maðurinn framdi brotið í nóvember í fyrra en stúlkurnar eru fæddar 1990 og 1991. Maðurinn sendi þeim 18 hreyfimyndir og 5 kyrrmyndir af sjálfum sér nöktum við ýmsar kynlífsathafnir.

Maðurinn játaði brot sitt. Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi  leitað sér meðferðar hjá sérfræðingi vegna sýnisástríðu sinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert