Vetrarfærð um allt land

Að sögn Vegagerðarinnar er hálka og hálkublettir á Suðurlandi. Það er hálka á Hellisheiði en hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og þæfingur. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka og snjóþekja. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og þæfingur. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Framkvæmdir
Við minnum vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar
er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega biðjum við fólk að fara
varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur
eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert