35,5 milljónum úthlutað úr Styrktarsjóði Baugs

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, og Jóhannes Jónsson í Bónus við …
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, og Jóhannes Jónsson í Bónus við afhendingu styrkjanna í dag. Árvakur/Golli

Fjörutíu og sex einstaklingar og félög hljóta styrki úr Styrktarsjóði Baugs Group, samtals um 35,5 milljónir króna en úthlutað var úr sjóðnum í dag í fimmta sinn. Tæplega 350 umsóknir bárust um styrki úr sjóðnum.

Hæstu styrkina, 2 milljónir króna, hlutu  verkefnin The Dialogue  og hljómsveitin Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá, sem vinnur um þessar mundir að gerð geisladisks og mun leika á hljómleikum í Reykjavík í vor.  

The Dialogue er samstarfsverkefi  Önnu Leoniak og Fiann Paul, sem ætla að mynda íslensk börn á aldrinum 3 til 7 ára og klæða húsin sem brunnu í Lækjargötu í fyrra með myndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert