Áhersla á lægstu launin

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að gera megi því skóna að staðan í samn­ingaviðræðunum skýrist í dag og á morg­un og þá verði hægt að meta hvort hægt verði að halda áfram á næsta stig.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins funda áfram með full­trú­um Rafiðnaðarsam­bands­ins, Samiðnar og VM í dag auk þess sem full­trú­ar ASÍ bæt­ast í hóp­inn frá því í gær. Á morg­un verður síðan fundað með samn­inga­nefnd­um Starfs­greina­sam­bands­ins, Flóa­banda­lags­ins og VR. Auk kjara­mála var í gær rætt um að koma á lagg­irn­ar áfalla­trygg­inga­sjóði og er hug­mynd­in að hann hafi það verk­efni að veita þjón­ustu og stuðning í veik­ind­um.

Vil­hjálm­ur seg­ir að verið sé að reyna að ná al­mennri sam­stöðu um ákveðin mál. Í því sam­bandi nefn­ir hann þrennt: Í fyrsta lagi að lág­marks­laun fyr­ir fulla dag­vinnu hækki í 145 þúsund krón­ur á mánuði. Í öðru lagi að lægstu kauptaxt­ar verði færðir nær greidd­um laun­um. Það verði gert með 15.000 kr. greiðslu ofan á taxta nú, 7.500 kr. hækk­un 1. maí 2009 og 7.500 kr. hækk­un 1. mars 2010. Í þriðja lagi nefn­ir hann að ná þurfi til þeirra sem sitja eft­ir í launa­skriðinu. Þeir sem ekki hafi fengið 4% hækk­un frá ára­mót­um 2006/​2007 fái nú hækk­un sem nemi mis­mun­in­um. Ákveðin lág­marks­hækk­un yrði síðan ákveðin fram í tím­ann. Sú tala gæti hækkað í al­mennu launa­skriði en hækk­un launþega á tíma­bil­inu dræg­ist frá. Ef samið verður til þriggja ára verður ákveðið eft­ir eitt ár hvort halda eigi áfram næstu tvö ár á grund­velli þess hvort kaup­mátt­ur hef­ur hald­ist og hvort verðbólga hef­ur minnkað.

Vil­hjálm­ur seg­ir að til þess að kom­ast út úr mik­illi verðbólgu og launa­skriði á vinnu­markaðnum verði menn að halda sig við lægri töl­ur sem sam­ræm­ist lít­illi verðbólgu. Til að það gangi upp þurfi að for­gangsraða hækk­un­um þannig að tekið verði á lægstu laun­un­um og á þeim sem setið hafa eft­ir í launa­skriðinu. Fyr­ir þá sem eru bet­ur sett­ir sé for­gangs­atriði að ná niður verðbólg­unni og það sé þeirra mesta kjara­bót.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert