Alvarleg staða vegna verðhækkunar í landbúnaði

Verð á tilbúnum áburði hefur hækkað um tugi prósentna milli …
Verð á tilbúnum áburði hefur hækkað um tugi prósentna milli ára.

Forsvarsmenn Bændasamtakanna gengu í dag á fund Einars K. Guðfinnssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og lýstu þar áhyggjum sínum vegna verðhækkunuar, sem orðið hefur á aðföngum landbúnaðarins, þar á meðal á áburði.

„Við ræddum við ráðherra þá alvarlegu stöðu sem bændur standa frammi fyrir vegna verðhækkana sem hafa dunið yfir að undanförnu. Ástand á heimsmarkaði með ýmis aðföng bænda eins og fóður og áburð er afar sérstakt og viðlíka verðhækkanir hafa menn ekki áður séð. Það er ljóst að bændur, stjórnvöld og ekki síst neytendur verða að taka saman á þeim vanda sem upp er kominn,” segir Haraldur á vef Bændasamtakanna.

Segir hann, að skoða þurfi þær leiðir, sem væru færar til að bregðast við þessu því það sé stór biti að kyngja fyrir íslenska bændur að greiða rúman milljarð króna í aukin útgjöld vegna áburðarkaupa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka