Fordæma pyntingar á föngum

Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu
Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu AP

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Árni Páll Árnason, Samfylkingu, fordæmdu á Alþingi í dag pyntingar á föngum og þar á meðal á föngum í Guantanamobúðunum á Kúbu. Að sögn Ragnheiðar setja íslensk stjórnvöld mannréttindi í öndvegi.

 Jón Magnússon, Frjálslyndum, lýsti yfir ánægju með að þingmenn allra stjórnmálaflokka hafi tekið undir þingsályktun Vinstri grænna þar sem mannréttindabrot á föngum við Guantanamo voru fordæmd. Hvatti Jón til þess að þingsályktunartillaga VG verði afgreidd sem fyrst.

Steingrímur J. Sigfússon segist vonast til þess að þingsályktunartillagan verði afgreidd sem fyrst í allsherjarnefnd Alþingis. Hann gerði svo kallaða svarta lista að umtalsefni sem eru til skoðunar hjá Evrópuráðinu en á þeim listum er fólk sem er grunað um tengjast hryðjuverkastarfsemi.

Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, segir að Bandaríkin hafi verið fyrirmynd hans hvað varðar mannréttindi í heiminum. Því fordæmir hann og hvetur til þess að búðunum verði lokað sem fyrst. Eins ef satt reynist sem fjallað hefur verið um meint fangaflug CIA þá segist Pétur fordæma það sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert